Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Fundur í skólaráði, haldinn á skrifstofu skólastjóra kl. 11:55.
Guðrún Inga Sívertsen, Unnur S. Eysteinsdóttir, Rut Tómasdóttir, Aron Atli Gunnarsson, Alexander K. Berndtsen, Valgerður Eyja Eyþórsdóttir og Þorkell H. Diego sem ritar fundargerð. Auk þess var Gylfi Hafsteinsson boðaður á fundinn til þess að fara yfir drög að próftöflu.
Guðrún Inga Sívertsen útskýrði skipan skólaráðs fyrir nýjum meðlimum. Fram kom í máli hennar að fulltrúar kennara eru kosnir á starfsmannafundi og að hagsmunaráð og forseti NFVI séu fulltrúar nemenda í ráðinu. Fulltrúar hagsmunaráðs skipta með sér að mæta á fundi, eða koma báðir, en ef forseti forfallast, þá boðar hann féhirði á fund sem sinn staðgengil. Fulltrúar stjórnenda eru skólastjóri og aðstoðarskólastjóri.
Guðrún Inga Sívertsen fór yfir hlutverk skólaráðs, reglur þess, verkefni og tók einnig dæmi um erindi sem berast til skólaráðs. Hægt er að senda erindi inn til skólaráðs í gegnum netfangið skolarad@verslo.is
Guðrún Inga Sívertsen fór yfir hugmyndir að tveimur verkefnum sem skólaráð mun eiga aðkomu að. Annars vegar endurskoðun á skólareglum og hins vegar skólaþing sem áætlað er á vorönn. Fundarmenn tóku vel í þessi verkefni.
Engin formleg erindi hafa borist skólaráði en Guðrún Inga Sívertsen lagði til efni sem barst skólanum og tengist efni sem áður hefur borist skólaráði. Um er að ræða athugasemdir varðandi óviðeigandi spurningar sem nýnemar fá í nefndarviðtölum. Fulltrúar hagsmunaráðs lýsa yfir vonbrigðum með þessar fréttir enda ítrekuðu þau tilmæli til allra nefndarformanna um að vanda spurningar og gæta siðsemi. Hagsmunaráð ætlar að að kalla eftir upptökum úr viðtölunum og fara yfir þær ábendingar sem hafa borist.
Gylfi Hafsteinsson kom inn á fundinn og fór yfir drög að próftöflunni og þær forsendur sem liggja til grundvallar niðurröðun prófa í desember. Gylfi mun senda hagsmunaráði drögin til kynningar fyrir nemendur skólans. Ráðið mun í kjölfarið safna saman athugasemdum og koma á framfæri til Gylfa.
Fundi slitið kl. 12:20.