Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Fundur í skólaráði, haldinn á skrifstofu skólastjóra klukkan 12:20.
Gísli Örn Bragason, Katrín Jónsdóttir, Helga Vigdís Thordersen, Lóa María Jónsdóttir, Guðrún Inga Sívertsen og Þorkell H. Diego, sem ritar fundargerð.
Fjarverandi: Gunnar Mogensen Árnason.
Skólaráð er skipað tveimur fulltrúum kennara, tveimur fulltrúum stjórnenda og tveimur fulltrúum nemenda.
Hlutverk ráðsins er að fjalla um skólareglur, félagslíf nemenda, umgengni í skólanum, vinnu- og félagsaðstöðu nemenda, stefnumótun skólans auk annarra mála sem vísað er til skólaráðs.
Ræddar voru hugmyndir um skólaþing á vorönn. Fundarmenn voru áhugasamir um að halda slíkt þing.
Engin formleg erindi hafa borist skólaráði en hægt er að senda inn erindi á netfangið skolarad@verslo.is
Farið var yfir próftöfluna og þær breytingar sem gerðar hafa verið varðandi fjölda lokaprófsáfanga og símatsáfanga á öllum brautum og línum. Fyrirkomulagið er nú þannig að allir bekki fara í 3-4 lokapróf á prófatíma. Próftaflan mun nú fara í birtingu til nemenda og hagsmunaráð nemenda tekur á móti athugasemdum og safnar þeim saman. Í framhaldinu fundar hagsmunaráð með kennslustjóra staðnáms sem fer yfir athugasemdirnar og gerir breytingar á töflunni sé það hægt.
Fulltrúar nemenda lögðu fram beiðni um frí í fyrsta tíma eftir böll. Samþykkt var að frí verður í fyrsta tíma þegar stór böll eru en að öðru leyti er kennt samkvæmt stundaskrá þegar minni viðburðir eru á dagskrá.