1. fundur 2024 - 24. september

Fundur í skólaráði, haldinn á skrifstofu skólastjóra klukkan 12:20. 

Mættir:

Katrín Jónsdóttir,  Kári Einarsson, Íris Sævarsdóttir, Guðrún Inga Sívertsen og Þorkell H. Diego, sem ritar fundargerð. 

Fjarverandi:

Gísli Örn Bragason 

Dagskrá fundar: 
  • Skipan skólaráðs 
  • Hlutverk skólaráðs 
  • Próftafla haustannar 
  • Verkefni skólaráðs veturinn 2024-2025 
  • Erindi til skólaráðs 
  • Önnur mál 
Skipan skólaráðs:

Skólaráð er skipað tveimur fulltrúum kennara, tveimur fulltrúum stjórnenda og tveimur fulltrúum nemenda.  

Hlutverk skólaráðs:

Hlutverk ráðsins er að fjalla um skólareglur, félagslíf nemenda, umgengni í skólanum, vinnu- og félagsaðstöðu nemenda, stefnumótun skólans auk annarra mála sem vísað er til skólaráðs.  

Próftafla haustannar:

Gylfi kennslustjóri gerði grein fyrir próftöflunni og fór yfir þær athugasemdir sem bárust frá hagsmunaráði. Hægt var að verða við nokkrum athugasemdum og mun Gylfi birta endanlega próftöflu í vikunni. 

Verkefni skólaráðs veturinn 2024-2025:

1) Forvarnardagurinn 2. okt – forseti Íslands ætlar að heimsækja skólann. Hún boðar til hringborðsumræðu um hvernig við getum gert kærleikann að eina vopninu. 30 aðilar munu sitja við hringborðið. Rætt var um hvernig eigi að velja fulltrúa við hringborðið.  

2) Skólaþing – samtal milli skólastiga. Stefnt á að halda skólaþing í janúar.  Farið verður betur í þetta viðfangsefni síðar  

3) Samskiptasáttmáli – vinna hófst fyrir Covid en náðst ekki að klára. Taka þarf að þráðinn upp að nýju í janúar.  

4) Endurskoðun á skólareglum – er í vinnslu hjá stjórnendum og verða til umræðu í skólaráði þegar þar að kemur. 

Erindi til skólaráðs:

Engin formleg erindi hafa borist skólaráði en hægt er að senda inn erindi á netfangið skolarad@verslo.is 

Önnur mál:

Engin önnur mál.