2. fundur 2024 - 29. október

Fundur í skólaráði, haldinn á skrifstofu skólastjóra klukkan 12:20

Mættir:

Katrín Jónsdóttir, Gísli Örn Bragason, Kári Einarsson, Íris Sævarsdóttir, Guðrún Inga Sívertsen og Þorkell H. Diego, sem ritar fundargerð. 

Dagskrá fundar: 
  • Erindi til skólaráðs 
  • Kennslukönnun 
  • Haustfrí 
  • Miðannarmat 
  • Önnur mál 
Erindi til skólaráðs:
  1. Erindi vegna inntöku í leikhóp Nemó. Gerð hefur verið athugasemd um að sömu aðilar séu í burðarhlutverki í bæði listaleikriti og nemendamótssýningu. Í báðum tilvikum eru aðrir aðilar en nemendur að velja nemendur eftir ákveðnu prufuferli. Hagsmunaráð reynir að gæta þess að ferlið sé gagnsætt. 
  2. Erindi vegna þess að stjórnarmeðlimir eru í stórum hlutverkum í listó og/eða Nemó og hafa því minni tíma til að sinna hlutverki sínu í stjórn nemendafélagsins. Ekki eru til neinar reglur um þetta en hagsmunaráð og stjórn NFVÍ munu ræða þann möguleika. 
Kennslukönnun:

Kennslukönnun verður lögð fyrir um miðjan nóvember. 

Skólaráð mun skoða niðurstöður í þeim spurningum sem snúa að félagslífi nemenda. 

Haustfrí: 

Rætt um fyrirkomulag haustfrísins en þetta er annað árið í röð þar sem dögunum er stillt upp með námsmats- og jöfnunardögum og þannig búið til rými fyrir lengri fjarveru frá skóla. 

Fulltrúar nemenda og fulltrúar kennara eru ánægðir með fyrirkomulagið og leggja til að það haldi áfram. 

Miðannarmat:

Miðannarmat var birt fyrir haustfrí. Umræða fór fram um miðannarmat og eftirfylgni þess. Fulltrúar nemenda eru ánægðir með að fá þessa endurgjöf og benda á að skriflegar umsagnir hafa mikið vægi.  

Önnur mál:

Engin önnur mál