2. fundur 2018 - 29. október

Fundur í skólaráði, haldinn í Glersal  kl. 11:25. 
Mættir:

Aðalheiður Ásgrímsdóttir (AÁ) – kennari.
Alda Jóna Nóadóttir (AJN) – kennari.
Guðrún Inga Sívertsen (GIS) – skólastjórnandi.
Máni Þór Magnason (MÞM) – nemandi.
Pétur Már Sigurðsson (PMS) – nemandi.
Þorkell Diego (ÞHD) – skólastjórnandi – ritar fundargerð.

Dagskrá:
  • Fundargerð síðasta fundar.
  • Erindi til skólaráðs tekin fyrir.
  • Dagur gegn einelti 8.nóv.
  • Skóladagatal 2019-2020.
  • Skólaþing.
  • Samstarf skólans.
  • Önnur mál.
Fundargerð síðasta fundar:

Fundargerð síðasta fundar var rædd en engar athugasemdir voru gerðar og var hún samþykkt samhljóða.

Erindi til skólaráðs:

Engin erindi höfðu borist skólaráði en undir þessu lið var rætt um bílastæðamál á nemendaplaninu og aðgengi nemenda að bílastæðum. Stæðið fyllist alla jafna á hverjum
degi og geta þá nemendur lagt bílum sínum á efra plani Kringlunnar. Einnig var rætt um hvort þörf væri á hleðslustöð. Slíkt erindi hefur ekki borst enn en gera má ráð fyrir að innan tíðar komi fram slík ábending. Var talið rétt að bíða með frekari umræður og útfærslur á slíkri stöð þar til þörfin væri orðin brýnni.

Dagur gegn einelti 8. nóvember:

Farið var lítillega yfir fyrirhugaða dagskrá 8. nóvembers en sérstök nefnd vinnur að henni. Fundarmenn fögnuðu almennt að hinu brýna málefni sem dagurinn stendur fyrir verði gert hátt undir höfði.

Skóladagatal 2019-2020:

Drög að skóladagatali næsta skólaárs voru rædd. Fulltrúar nemenda töldu það fyrirkomulag að skipta námsmatsdeginum í tvennt á milli daga hafi gefist vel og að nemendur hafi nýtt dagana vel til náms. Lagt var til að halda þessu fyrirkomulagi á næsta skólaári.

Skólaþing:

Fyrirhugað skólaþing var rætt og reynt að finna heppilega dagsetningu. Niðurstaðan var að leggja til mánudaginn 21. janúar.

Samstarf skólans:

Í Aðalnámskrá eru rætt um að skólar hugi vel að nærumhverfi sínu og vinni að uppbyggilegu samstarfi. Niðurstaðan er að skólinn á í litlu formlegu samstarfi við nærsamfélag sitt en eðlilegt að minna sig á að bera virðingu fyrir öllum í nágrenninu, íbúum, fyrirtækjum og stofnunum, m.a. varðandi rusl og fleira.

Önnur mál:

Máni sagði nemendur gjarnan furða sig á verðlagningu í Matbúð og nefndi m.a. að hlutfall milli máltíðar og döðluklatta sé fremur bjagað.

Þorkell velti því upp hvort heppilegra væri að hafa matarhlé eftir 3. tíma eða 4. eins og nú er. Fulltrúar nemenda könnuðust ekki við að nemendur væru ósáttir við núverandi fyrirkomulag.

Fundi slitið kl. 12:00.