Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Fundur í skólaráði, haldinn í Glersal kl. 9:25.
Guðrún Inga Sívertsen (GIS) – skólastjórnandi. Ármann Halldórsson (ÁH) – kennari. Sigrún Halla Halldórsdóttir (SHH) – kennari. Dagur Kárason (DK) – nemandi. Alexander Þór Gunnarsson (AÞG) – nemandi. Þorkell H. Diego (ÞHD) – skólastjórnandi – ritar fundargerð.
Fundargerð síðasta fundar var rædd og lögð til samþykktar. Fundargerðin var samþykkt athugasemdarlaust.
Engin erindi bárust til skólaráðs.
Þorkell lagði fram drög að próftöflu fyrir fundinn og gerði grein fyrir hvaða þættir réðu því hvernig próf röðuðust á einstaka daga. Í kjölfarið var ákveðið að hagsmunaráð fengi drögin í hendur til þess að gefa nemendum tækifæri á að koma fram með athugasemdir.
Ákveðið var að leggja könnun fyrir nemendur um þátttöku í félagslífi í janúar. Fundarmenn voru sammála um að litlar upplýsingar eru til um hvort og hversu áhrif styttingarinnar hefur haft á félagslíf nemenda. Einnig var rætt um að fá upplýsingar um viðhorf nemenda til möguleika þeirra á þátttöku í félagslífinu og hvað ræður því að nemendur taka virkan þátt og ekki síður, hvað veldur því að nemendur velja að taka lítinn eða alls ekki þátt í félagslífinu.
Hagsmunaráð og stjórn NFVÍ fá þá hlutverk að funda og leggja til spurningar. Stjórnendur munu leggja til þær spurningar sem tengjast félagslífinu og notaðar hafa verið í öðrum könnunum, ásamt því að leggja til nýjar. Skólaráð mun svo ákveða endanlegan spurningalista með aðstoð gæðateymis.
Rætt var um fyrirkomulag þess að gefa frí í 1. tíma eftir dansleik, sem samþykkt var á síðasta fundi skólaráðs. Fundarmenn voru almennt sammála um að vel hafi til tekist og að framhald ætti að vera á þessu fyrirkomulagi.
Fundi slitið klukkan 10.00