3. fundur 2018 - 27. nóvember

Fundur í skólaráði, haldinn í Glersal  kl. 11:25.

Mættir:

Aðalheiður Ásgrímsdóttir (AÁ) – kennari.
Alda Jóna Nóadóttir (AJN) – kennari.
Guðrún Inga Sívertsen (GIS) – skólastjórnandi – skrifar fundargerð.
Máni Þór Magnason (MÞM) – nemandi.
Pétur Már Sigurðsson (PMS) – nemandi.

Dagskrá:
  • Fundargerð síðasta fundar.
  • Erindi til skólaráðs tekin fyrir.
  • Skólaþing.
  • Jafnréttisáætlun VÍ.
  • Önnur mál.
Fundargerð síðasta fundar:

Fundargerð samþykkt eftir síðasta fund og hefur verið birt á vefsíðu skólans.

Erindi til skólaráðs tekin fyrir:

Skólaráði hefur borist 1 erindi á milli funda. Erindið er fyrirspurn frá foreldri varðandi skólabyrjun á morgnana. Spurt er hvort skólinn hafi kannað þann möguleika á að byrja skólann klukkan 8:30 í stað 8:15. Skólaráð veit ekki til þess að þetta hafi verið skoðað neitt sérstaklega. Skólaráð leggur til að þessi mál verði skoðuð m.t.t. hvernig stundatafla gæti litið út og jafnvel hugur nemenda og kennara kannaður til málsins.

Skólaþing:

Dagur hefur verið ákveðinn fyrir skólaþing og er hann 21. janúar. Stefnt er að þriggja tíma þingi og helstu umræðuefni verða skólabragur og kennsluhættir.

Jafnréttisáætlun VÍ:

Jafnréttisáætlun skólans er að finna á heimasíðunni. Mikilvægt er að fara yfir áætlunina reglulega. Meðlimir skólaráðs ætla að skoða áætlunina fyrir næsta fund og koma með tillögur ef eitthvað má betrumbæta.

Önnur mál:

Fulltrúar nemenda í skólaráðinu vildu benda á mikið álag á nemendur síðustu vikur annarinnar. Dæmi er að 50% af námsmati símatsáfanga safnist á síðustu 2 vikur annarinnar. Allir sammála um að skoða þarf skipulag anna m.t.t. þeirra áfanga sem raðast saman á annir. Rætt var um sóknareiningar undir liðnum önnur mál. Í dag geta nemendur fengið 2 sóknareiningar fyrir góða ástundun á skólaárinu. Rætt var um hvort hægt væri að skipta þessum einingum niður á annir þannig að hægt væri að ná sér í 1 einingu fyrir hverja önn. Það gefur t.d. þeim tækifæri sem eru með slæma ástundun á haustönn að ná í eininga á vorönn með bættir ástundun.

Fundi slitið kl. 12:20