Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Fundur í skólaráði, haldinn á skrifstofu skólastjóra klukkan 12:20.
Gísli Örn Bragason, Katrín Jónsdóttir, Gunnar Mogensen Árnason, Helga Vigdís Thordersen, Lóa María Jónsdóttir, Guðrún Inga Sívertsen og Þorkell H. Diego, sem ritar fundargerð.
Engin formleg erindi borist til skólaráðs.
Hugmynd kom frá gæðateymi skólans að setja inn spurningar í kennslukönnun er varða þær breytingar sem gerðar voru í haust eins og stofuskiptingar, þriðjudagspróf og próftöflu lokaprófa. Skólaráði lýst vel á að spyrja um þessa þætti en óskar eftir að fá að lesa yfir spurningarnar er varða þessi atriði áður en könnunin er lögð fyrir.
Umræða um nefndarviðtöl og hvernig hægt er að gera þau jákvæðari upplifun fyrir nemendur skólans og ímynd hans. Fulltrúar nemenda í skólaráði fá það verkefni að skoða nýja útfærslu á nefndarviðtölum.
Dagurinn verður með sama sniði og í fyrra. Boðið verður upp á margvísleg fræðsluerindi og nemendur velja þrjá viðburði yfir daginn. Fulltrúar nemenda telja að fyrirkomulagið hafi heppnast vel í fyrra.
Fulltrúar nemenda í skólaráði lýstu yfir ánægju með fyrirkomulagið. Engar athugasemdir hafa komið frá nemendum og frekar jákvæðar undirtektir við þessar breytingar. Sama fyrirkomulag verður núna á vorönn.
GunnInga sagði frá styrk sem skólinn hefur fengið til að halda skólaþing undir yfirskriftinni “samtal á milli skólastiga”. Fulltrúar í skólaráði lýstu yfir ánægju með þessi áform um skólaþing og munu taka þátt í undirbúningi og framkvæmd.
Rætt var um símaboxin sem eru væntanleg í skólann. Fulltrúar nemenda í skólaráði lýstu yfir ánægju sinni með þetta skref hjá skólanum. Hugmyndin er að símabox verði í öllum kennslustofum og nemendur hvattir til að hvíla símann meðan á tíma stendur.
Rætt um umgengni í skólanum og nemendur hvattir til að henda rusli sínu í ruslatunnurnar og flokka ruslið. Þá þarf að stoppa það að nemendur hendi munntóbakspúðum út um gluggana.
Rætt um innihald íslenskuáfangans NB sem er kenndur á 3ja ári. Þá var rætt um valgreinar og mikilvægi þess að passa upp á að grunnáfanga sé lokið áður en valgreina áfangi sem er framhald tekur við.