Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Fundur í skólaráði, haldinn í Glersal kl. 10:30.
Guðrún Inga Sívertsen (GIS) – skólastjórnandi. Ármann Halldórsson (ÁH) – kennari. Sigrún Halla Halldórsdóttir (SHH) – kennari. Dagur Kárason (DK) – nemandi. Kári Jóhannesson (KJ) – nemandi. Þorkell H. Diego (ÞHD) – skólastjórnandi – ritar fundargerð.
Fundargerð síðasta fundar var rædd og lögð til samþykktar. Fundargerð var samþykkt athugasemdarlaust.
Engin erindi bárust til skólaráðs. Nokkur umræða skapaðist um það hvort nemendur viti almennt af skólaráði. Fulltrúar nemenda eru hvattir til þess að koma upplýsingum um fundargerðir ráðsins til nemenda.
Frekara fyrirkomulag Skólaþings var rætt. Ákveðið að fá nemendur og starfsfólk til þess að rita nafnlaust jákvæðar og neikvæðar upplifanir. Nemendur fá tækifæri til þess að rita sögur/upplifanir í tímum. Fram kom mikilvægi þess að fá dæmi um upplifanir frá öllum, óháð því hver staða þeirra er í skólanum. Nokkur umræða skapaðist um hvernig best væri að kynna fyrir nemendum og starfsfólki hver tilgangurinn væri á bak við sögurnar/upplifanirnar. ÁH lagði til að gert yrði stutt skýringarmyndband. Fulltrúar nemenda tóku að sér að sjá um gerð þess og koma því í spilun.
Ákveðið var að halda næsta fund fyrir skólaþing. GIS tók að sér að velja heppilegan fundartíma.
Fundi slitið klukkan 11.20