6. fundur 2019 - 2. apríl

Fundur í skólaráði, haldinn í Glersal  kl. 12:30.

Aðalheiður Ásgrímsdóttir (AÁ) – kennari.
Alda Jóna Nóadóttir (AJN) – kennari.
Guðrún Inga Sívertsen (GIS) – skólastjórnandi.
Máni Þór Magnason (MÞM) – nemandi.
Þorkell Diego (ÞHD) – skólastjórnandi – ritar fundargerð.

Dagskrá:
  • Fundargerð síðasta fundar.
  • Erindi til skólaráðs tekin fyrir.
  • Jafnréttisáætlun.
  • Tillaga frá fulltrúum nemenda varðandi einingar fyrir félagslíf.
  • Skóladagatal.
  • Önnur mál.
Fundargerð síðasta fundar:

Fundargerð síðasta fundar var rædd en engar athugasemdir voru gerðar og var hún samþykkt samhljóða.

Erindi til skólaráðs:

Engin erindi höfðu borist skólaráði.

Jafnréttisáætlun:

Jafnréttisáætlun í endurskoðun eins og rætt hefur verið áður. Hugmyndir um jafnréttisfulltrúa nemenda sem ætti þá sæti í jafnréttisnefnd skólans.

Einingar fyrir félagslíf:

Máni lagði fram tillögu fulltrúa nemenda varðandi einingar fyrir þátttöku í félagslífi. Tillaga er svohljóðandi:

Hver sá nemandi sem tekur virkan þátt í nefnd, ráði, listrænum atburðum eða öðrum verkefnum á vegum NFVÍ á möguleika á einingu. Formaður, stjórnandi eða ábyrgðarmaður hverrar nefndar, ráðs, listræns atburðs eða verkefnis skal skila lista til áfangastjóra, fyrir tilsettan tíma, sem inniheldur þá nemendur sem eiga að fá félagslífseiningu ásamt rökstuðningi og umsögn frá nemandanum sjálfum. Nemandi þarf bæði að geta gert grein fyrir því hvert hlutverk hans var í starfinu og hvað hann lærði á því. Hver og einn nemandi getur aðeins átt möguleika á einni einingu á hverju skólaári. Vafamál skulu borin undir áfangastjóra, forseta NFVÍ og formann hagsmunaráðs NFVÍ og aðra sem málið gæti snert.

Skólaráð fjallaði um tillöguna og ákveðið var að hún yrði tekin fyrir á fundi skólastjórnenda.

Skóladagatal:

Drög að skóladagatali var lagt fyrir fundinn. Engar efnislegar athugasemdir voru gerðar.

Önnur mál:

Engin önnur mál.

Máni kom með þá tillögu að leggja fyrir nemendur nokkrar spurningar er snúa að líðan. Ákveðið að Máni kæmi með tillögur að spurningum og hefði samband við litlu kvíðameðferðarstöðina til að fá tillögur af spurningum. Þá var rætt hvort ekki væri hægt að nota sama tækifæri og leggja fyrir nokkrar spurningar varðandi þátttöku í félagslífi.

Fundi slitið kl. 13:00