6. fundur 2020 - 3. mars

Fundur í skólaráði, haldinn í Glersal  kl. 10:30.

Mættir:

Guðrún Inga Sívertsen (GIS) – skólastjórnandi.
Ármann Halldórsson (ÁH) – kennari.
Sigrún Halla Halldórsdóttir (SHH) – kennari.
Dagur Kárason (DK) – nemandi.
Kári Jóhannesson (KJ) – nemandi.
Þorkell H. Diego (ÞHD) – skólastjórnandi – ritar fundargerð.

Dagskrá:
  • Fundargerð síðasta fundar.
  • Erindi til skólaráðs.
  • Skólaþing.
  • Könnun um þátttöku í félagslífi.
  • Önnur mál.
Fundargerð síðasta fundar:

Fundargerð síðasta fundar var rædd og lögð til samþykktar. Fundargerð var samþykkt athugasemdarlaust.

Erindi til skólaráðs:

Tvö erindi bárust til skólaráðs:

  1. Fulltrúar nemenda lögðu fram hugmynd um að nemendur myndu einnig gefa kennurum miðannarmat. Nokkur umræða skapaðist um muninn á miðannarmati og kennslukönnun sem nemendur fara í á hverju ári. Í kjölfarið var rætt um hvort kennslukönnun ætti þá að vera á hverri önn. Einnig kom fram sú skoðun að æskilegt væri að miðannarmatið kæmi fram undir nafni. Ákveðið var að skólastjórnendur myndi taka málið áfram.
  2. Skólaráð var beðið um að athuga hvort hægt sé að koma fyrir köldum potti í sturtuaðstöðunni í íþróttahúsinu. Ákveðið var að bera þessa fyrirspurn undir umsjónarmann fasteigna.
Skólaþing:

GIS fór yfir þau gögn sem söfnuðust saman í aðdraganda skólaþingsins. All söfnuðust 737 upplifanir. Einn bekkur tók ekki þátt. Þátttaka var því miður ekki nægilega góð meðal
starfsmanna. Þingið gekk vel fyrir sig. Einn bekkur átti því miður ekki fulltrúa á þinginu vegna eðlisfræðikeppninnar, sem ekki var hægt að breyta tímasetningu á. Aðrir bekkir áttu allir fulltrúa. GIS upplýsti næst hvernig gengur að vinna úr niðurstöðunum. Fundarmenn ræddu sínar upplifanir frá þinginu og þar kom fram að ekki væri annað að heyra en að nemendur sem tóku þátt hafi verið ánægðir með framkvæmdina, undirbúningur var góður og tímamörk eðlileg.

Könnun um þátttöku í félagslífi:

Fulltrúar nemenda tilkynntu að innan NFVÍ sé búið að vinna spurningar og ákveðið að GIS fari yfir spurningarnar með þeim. Stefnt að því að leggja könnunina fyrir í apríl.

Önnur mál:

ÞHD kynnir drög að próftöflu og mun í kjölfarið senda þau á hagsmunaráð til frekari kynningar.

ÁH biður um orðið og vill vekja athygli á yfirvofandi heimsfaraldri og leggur áherslu á að mikilvægt sé að fylgja öllum tilmælum frá landlækni og í því ljósi þurfi sérstaklega að skoða fyrirhugað alþjóðasamstarf.

Fundi slitið klukkan 11:17.