Gæðastefna VÍ

Gildi Verzlunarskóla Íslands eru hæfni, ábyrgð, virðing og vellíðan með hagsmuni nemenda og starfsmanna að leiðarljósi. Til að tryggja að unnið sé á heiðarlegan og ábyrgan hátt að því að viðhalda gildum skólans eru líðan og viðhorf nemenda og starfsmanna könnuð reglulega. Gæðateymi skólans ber ábyrgð á að kannanir fari fram og vinnur úr niðurstöðum.

 

Gæðastefna skólans felur í sér eftirfarandi:

  • Að fræðsla fari fram innan skólans um gæðastjórnun og gæðaeftirlit.
  • Að tryggja gæði skólastarfsins á grundvelli innra mats skólans.
  • Að tryggja að starfsemi skólans sé í samræmi við ákvæði laga, reglugerða, aðalnámskrár og skólanámskrár Verzlunarskóla Íslands.

Gæðastefna skólans er á ábyrgð skólastjóra og er henni ætlað að vera í samræmi við markmið og gildi skólans auk laga og reglna um framhaldsskóla. Stefnan er öllum
starfsmönnum kunn og birtist hún í skólanámskrá skólans og á vefsíðu hans.

Gæðateymið samanstendur af skólastjóra, aðstoðarskólastjóra, fjarnámsstjóra, skrifstofustjóra, gæðastjóra auk tveggja kennara. Einnig getur gæðateymi kallað til fulltrúa nemenda, foreldra og annarra hagsmunaaðila eftir þörfum.

Gæðateymið vinnur samkvæmt lögum um framhaldsskóla nr. 92/2008, kafla VII um mat og eftirlit með gæðum, reglugerð nr. 700/2010 um mat og eftirlit í framhaldsskólum. Auk þess hefur gæðateymið þjónustusamning Verzlunarskóla Íslands og mennta- og menningarmálaráðuneytisins til hliðsjónar.

Síðast uppfært í nóvember 2020