Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Verzlunarskóli Íslands hefur sett sér stefnu í jafnréttismálum í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020.
Skólinn hefur innleitt jafnlaunakerfi sem nær til allra starfsmanna og er hluti af launastefnu skólans. Markmiðið með stefnunni er að tryggja að allt starfsfólk njóti sömu kjara fyrir sambærileg störf og að laun séu ákveðin á sama hátt fyrir allt starfsfólk, óháð kyni. Starfsfólk sem sinnir jafnverðmætum störfum skal njóta sömu kjara hvað varðar laun, þóknanir, orlofs- og veikindarétt og sérhver önnur starfskjör eða réttindi sem tengjast kjörum starfsfólks. Stjórnendur skólans skuldbinda sig til að viðhalda stöðugum umbótum og eftirliti, bregðast við ef upp kemur launamunur og fylgja lagalegum kröfum sem og öðrum kröfum sem hafa áhrif á jafnlaunakerfi skólans. Stjórnendur rýna jafnlaunakerfið árlega og setja sér markmið í jafnréttismálum. Jafnlaunastefnan er órjúfanlegur hluti af launastefnu Verzlunarskólans. Hún skal kynnt starfsfólki og vera aðgengileg á vef skólans.
Samþykkt og uppfært 6. nóvember 2023