Samgöngustefna VÍ

Markmið samgöngustefnu Verzlunarskóla Íslands (VÍ) er að stuðla að því að starfsfólk og nemendur noti vistvænan og hagkvæman ferðamáta. Skólinn vill efla vitund fólks um vistvænar samgöngur svo sem að ganga, hjóla eða ferðast með almenningsvögnum. Skólinn vill jafnframt leggja sitt af mörkum til þess að stuðla að heilbrigði og vellíðan allra sem í skólanum starfa.

Leiðir:

  • Starfsfólk VÍ er hvatt til að nota almenningssamgöngur til og frá vinnu. Í þeim tilgangi gerir skólinn samgöngusamning við þá starfsmenn sem ganga, hjóla eða nota almenningssamgöngur.
  • VÍ hvetur bæði starfsfólk og nemendur til að ganga eða hjóla til og frá vinnu. Starfsmenn eiga kost á styrk frá skólanum að uppfylltum ákveðnum skilyrðum og nemendum er bent á að þeir geti nýtt afsláttarkort fyrir nema hjá Strætó bs.
  • VÍ mun kappkosta að tryggja góða aðstöðu á vinnustað fyrir starfsmenn og nemendur sem stunda vistvænan ferðamáta. Við skólann eru t.d. hjólagrindur, sturtuaðstaða og rafmagnstenglar á bílastæði starfsmanna.
  • Þegar notaðir eru hópferðabílar skal nota vistvæna bíla þegar því verður við komið.
  • Skólinn er þátttakandi í Heilsueflandi framhaldsskóli, Heilsueflandi vinnustaður, Grænum skrefum og Skóli á grænni grein.
  • Skólinn hvetur nemendur og starfsmenn til virkrar þátttöku í heilsu- og hvatningarverkefnum eins og Lífshlaupinu og Hjólað í vinnuna.

Síðast uppfært haust 2022