Stefna VÍ í alþjóðasamskiptum
Stefna Verzlunarskóla Íslands í alþjóðasamskiptum er að undirbúa nemendur fyrir fjölmenningarsamfélag nútímans og gefa kennurum og öðru starfsfólki möguleika á að auka víðsýni og faglega þekkingu.
Markmið skólans er að:
- Auka gæði skólastarfsins og hvetja til fjölbreyttari náms- og kennsluhátta.
- Nemendum á öllum brautum standi til boða að taka þátt í fjölbreyttu alþjóðlegu samstarfi.
- Nemendum sé gert kleift að vinna með jafnöldrum sínum að fjölbreyttum verkefnum þvert á landamæri.
- Opna augu nemenda fyrir möguleikum á framtíðarmenntun og störfum í alþjóðlegu umhverfi.
- Bjóða kennurum og öðru starfsfólki upp á erlend námskeið, ráðstefnur, skólaheimsóknir og starfsmannaskipti við erlenda samstarfsskóla.
Síðast uppfært í október 2023