Stefna VÍ í upplýsingatækni
Verzlunarskóli Íslands leitast við að vera í fremstu röð í notkun upplýsinga- og tölvutækni. Meginmarkmiðið er að upplýsingatækni verði nýtt á markvissan hátt til að styrkja áherslur skólans í námi og kennslu. Áhersla er lögð á skapandi námsumhverfi sem eflir færni nemenda í notkun upplýsingatækni.
Markmið skólans er að:
- Alls staðar innan skólans sé gott aðgengi að neti.
- Öflug kerfisstjórn og tækniþjónusta sé fyrir hendi fyrir starfsmenn og nemendur.
- Fylgjast grannt með þróun upplýsingatækni og -miðlunar sem nýtist í skólastarfi.
- Nýjasta og besta tækni hvers tíma sé í notkun innan skólans.
- Nemendur og starfsmenn hafi aðgang að nauðsynlegum tækni-búnaði í skólanum.
- Allir kennarar við skólann búi yfir færni til að nýta upplýsingatækni í starfi sínu.
- Skapa tækifæri fyrir kennara til að efla tölvufærni sína við miðlun kennsluefnis.
- Kennarar nýti rafræn kennslugögn eins og kostur er og að próf og verkefnaskil verði sem mest í rafrænu formi.
- Allir útskrifaðir nemendur við skólann hafi góða tölvufærni til að nýta við áframhaldandi nám og störf framtíðarinnar.
- Nemendur og starfsmenn noti netið á ábyrgan og öruggan hátt.
Síðast uppfært í janúar 2022