Umhverfisstefna VÍ
Verzlunarskóli Íslands leitast við að hafa umhverfismál og sjálfbærni að leiðarljósi í öllu sínu starfi, jafnt faglega, í daglegum athöfnum og stefnumótun til framtíðar.
Til að svo geti orðið stefnir hann að eftirfarandi þáttum í umhverfismálum:
- Skapa menningu innan skólans sem stuðlar að umhverfisvænum lífstíl.
- Að áherslur skólans í umhverfismálum endurspeglist í allri starfsemi hans.
- Auka fræðslu og vitundarvakningu til nemenda og starfsfólks skólans um umhverfismál.
- Vekja athygli á mikilvægi þess að minnka neyslu og flokka það sem til fellur.
- Vekja nemendur og starfsfólk til vitundar um hvernig neysla þeirra hefur áhrif í hnattrænu samhengi.
- Hvetja nemendur og starfsfólk skólans til að nota umhverfisvænar samgöngu.
- Starfrækja umhverfisnefndir nemenda og starfsfólks sem vinna saman að því að móta og framkvæma stefnu skólans í umhverfismálum.
- Halda umhverfisdag/-viku árlega sem virkjar nemendur og starfsfólk.
- Viðhalda grænfánanum, umhverfisviðurkenningu fyrir skóla.