Óskilamunir
Hefur þú týnt einhverju?
Hér birtum við myndir af óskilamunum sem hafa fundist í skólanum og á skólaviðburðum. Hægt er að vitja óskilamuna hjá Eiríki, umsjónarmanni fasteigna.
Vörslutími óskilamuna er þrír mánuðir. Að þeim tíma liðnum er fatnaður gefinn til Rauða krossins, en öðrum óskilamunum er fargað á viðeigandi hátt.
Viðkomandi þarf að sanna eignarhald sitt á þeim hlut sem er sóttur.
Við hvetjum alla til að fylgjast reglulega með síðunni og muna að merkja eigur sínar vel.