Fjölþátta auðkenning

Til að fá aðgang að tölvukerfi skólans og Office 365 þarf að nota aðgangsorð (póstfang/notendanafn) og lykilorð sem kerfisstjóri úthlutar.

Af öryggisástæðum þarf auk þess að auðkenna sig með SMS kóða og hugbúnaði á síma sem heitir Microsoft Authenticator. Hér fyrir neðan eru leiðbeiningar um uppsetningu sem hver nemandi þarf að fara í gegnum:

  1. Settu upp Microsoft Authenticator á símann þinn ef þú ert ekki búinn að því. (Play Store á Android símum og App Store á Apple símum).
    – Ekki setja upp notanda í lokin.
  2. Farðu í Add Account og veldu „Work or School Account“.
    – Veldu að skanna QR kóða (getur ekki klárað hér en ferð í næsta skref).
  3. Farðu í tölvu og keyrðu vafra (Browser), til dæmis Safari, Edge eða Chrome.
  4. Farðu á https://aka.ms/mfasetup.

– Skráðu þig inn með póstfanginu þínu (notandi@verslo.is) og lykilorði.

– Þegar kemur að MFA  áttu að geta valið að fá Authenticator eða símtal.

  1. Taktu út Authenticator og settu inn aftur ef það er nú þegar uppsett.
    – Þegar QR merki kemur þá ferðu í símann og velur það.
    – Þetta þarf einnig að gera ef þú hefur fengið nýjan síma.
  2. Klára uppsetningu.
    – Best er að velja að setja Authenticator sem Preferred Authentication.