Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Verzlunarskóli Íslands ver miklum fjármunum á hverju ári til þess að geta boðið nemendum sínum nútímalega vinnuaðstöðu. Tölvur og annar vélbúnaður er endurnýjaður reglulega, notaðar eru nýjustu útgáfur af skrifstofu- og viðskiptahugbúnaði og öllum nemendum er veittur einstaklingsbundinn aðgangur að neti skólans og pláss til að geyma þar nauðsynleg tölvuskjöl.
Ákveðnar reglur gilda um notkun tölva í Verzlunarskólanum. Sumar eru settar af skólastjórninni til þess að tryggja áfallalausan rekstur tölvunetsins og öruggan aðgang nemenda að því. Aðrar eru settar af umsjónaraðilum Internetsins hérlendis og erlendis og er öllum sem tengjast Internetinu skylt að hlíta þeim. Brot á þessum reglum varða sviptingu aðgangs að tölvunetinu um lengri eða skemmri tíma og alvarleg eða ítrekuð brot geta leitt til brottvikningar úr skólanum. Í meginatriðum eru reglurnar þessar:
Verzlunarskólinn tengist Internetinu gegnum FSnetið með 10 Gbita sambandi. Internetaðgangur er ætlaður til að bæta námsaðstöðu nemenda og skal notkunin miðast við það. Notendur skólanetsins eru skuldbundnir til að fylgja almennum notkunarreglum Internetsins sem eru í stuttu máli þessar: