Spurt og svarað um tölvukerfið

Tölvustofur

Tölvustofur eru opnar til kl. 19:00 mánudaga – fimmtudaga og til kl. 16:00 á föstudögum. Tölvustofur eru einnig opnar þegar eyður eru í töflum og eru ekki alltaf nýttar þótt tími sé skráður á þær.

Stranglega er  bannað að fara með mat, sælgæti eða drykk inn í tölvustofur og skiptir engu hvernig drykkurinn er eða hvort flöskur eða dósir séu lokaðar. Þeir sem kjósa að fara ekki eftir þessari reglu missa aðgang sinn að tölvukerfinu og geta þá ekki nýtt sér tölvukerfið í námi.

Innskráning (login)

Þrír fyrstu stafir í nafni, einn stafur úr miðnafni (ef nöfn eru fleiri en eitt) og þrír fyrstu úr eftirnafni. Ef notendanafnið er þegar til í kerfinu þá bætist einn stafur við nafn eða miðnafn og aftur ef með þarf.

Þú skráir þig inn á vél skólans, t.d. í tölvustofu eða á bókasafni, heldur niðri CTRL og ALT og ýtir á DEL. Þá birtist valmynd með valmöguleikanum Change Password. Þar skrifar þú gamla lykilorðið og síðan tvisvar nýja lykilorðið. Lykilorðið þarf að vera a.m.k. 14 enskir bókstafir, bæði hástafir og lágstafir og eins þarf að vera tala eða tákn. Ágætt er að breyta lykilorðinu reglulega og nauðsynlegt er að breyta á 220 daga fresti.

Ef þú eða einhver annar reynir oftar en þrisvar sinnum að tengjast netinu með röngu lykilorði þá lokar kerfið sjálfkrafa á fleiri tilraunir en opnast aftur að 5 mínútum liðnum. Þetta er til að gera þeim erfiðara fyrir sem eru að reyna að brjótast inn á heimasvæði annarra.

Heimasvæði

Þú berð ábyrgð á því að ekki sé annað á heimasvæðinu en efni sem tengist náminu. Þú berð einnig ábyrgð á því að aðrir misnoti ekki þitt svæði með því að gæta vel að lykilorðinu þínu.

Þar á eingöngu að geyma efni sem tengist náminu. Þar eiga ekki að vera myndir, lög, forrit né annað sem ekki tengist náminu.

120 MB – 1000Gb á Office 365 / Onedrive

Þú breytir lykilorðinu og lætur kerfisstjórann vita (gunnar@verslo.is).

Enginn annar en þú og kerfisstjóri hefur aðgang að þínu heimasvæði (N: drifi). Kennarar hafa hins vegar auk þín aðgang að verkefnaskilasvæði þínu (K: drifi).

Internetið

Skólinn er tengdur við Framhaldsskólanetið (fsnet) með 10 Gbita tengingu. Internetaðgangurinn er til að auðvelda nemendum nám en ekki til afþreyingar eða skemmtunar. Því er lokað á ýmsar síður sem ekki eru taldar tengjast námi og ekki er leyfilegt að sækja tónlist, myndir, forrit eða annað það sem ekki tengist námi. Jafnan er ekki leyfilegt að vera á Internetinu í kennslustund nema kennari leyfi það sérstaklega.

Póstur

50 Gb.

10 MB.

Uppsetning á pósti í síma er mismunandi eftir tegund síma og jafnvel stýrikerfisútgáfu þeirra. Það er því einfaldast að leita á Google eftir leiðbeiningum fyrir einstaka síma, ágætt að nota leitarstrenginn „Exchange active sync“ og svo stýrikerfi símans eins og IOS eða Android.

Ekki má senda fjöldapóst eða póst sem almennt má ætla að viðtakandinn hafi ekki áhuga á að fá.

Bréfin sjálf taka ekki mikið pláss heldur eru það viðhengin t.d. skjöl og myndir sem taka plássið. Þú getur smellt með hægri músarhnappa á viðkomandi möppu, valið Eiginleikar (Properties) og Stærð möppu (Folder size) til að sjá hve mikið pláss hver mappa tekur. Síðan þarftu að eyða úr möppunni því sem þú getur verið án. Þú þarft jafnframt að eyða úr Sendur póstur (Sent Items) möppunni þ.e. bréf sem þú hefur sent. Að lokum þarftu að eyða úr Eydd atriði (Deleted Items) möppunni.

Hvernig nota ég Office 365?

Upphafssíðan er breytileg eftir því hvernig tæki þú ert að nota og hvaða stýrikerfi er á tækinu. Ef þú ert með Windows fartölvu þá getur þú sótt allan Office pakkann. Ef þú ert með IOS (Mac) fartölvu þá er úrvalið aðeins minna. Í báðum tilvikum þarf að velja „Install“ neðst á síðunni.

Smelltu á „OneDrive“. Þú getur síðan valið „New“ og valið forritið sem á að vinna í. Ekki þarf að vista skjalið sérstaklega þar sem það vistast sjálfkrafa. Ef þú vilt deila skjalinu með öðrum þá getur þú smellt á „Share“.  Þegar þú hættir í forritinu þá birtist nafn skjalsins í listanum. Hægt er að hala skjöl á tölvunni upp (Upload) á Office 365 og búa til möppu á tölvunni sem uppfærist í samræmi við breytingar sem gerðar eru á skrám á Office 365.

Þú skráir þig inn með því að fara á www.verslo.is og velja „Office365“. Eins er hægt að fara beint á portal.office.com. Netfangið þitt er aðgangsorðið og lykilorðið er það sama og í skólanum.

Þráðlaust net

Nemendur geta nú tengst þráðlausa netinu með einföldum hætti og á það jafnt við um fartölvur, spjaldtölvur og snjallsíma.
Í listanum yfir þráðlausu netin sem tækið þitt finnur velur þú Verzlunarskoli Islands. Þá ertu beðinn um notendanafn og lykilorð sem eru þau sömu og þú notar í skólanum.
Einnig er hægt að velja VI-gestir og nota Facebook innskráningu. Sú tenging er þó háð takmörkunum.

Athugaðu að þú þarft að vera með vírusvörn á tækinu og uppfæra hana reglulega. Stýrikerfið þarf einnig að uppfæra reglulega. Athugið að allur kostnaður við rekstur s.s. vegna hugbúnaðar, uppsetningar og viðhalds á fartölvu fellur alfarið á eigendur þeirra en ekki á skólann.

Útprentun

Kvótinn er 150 blaðsíður á önn. Nemendur geta séð hve mikið er eftir af kvóta sínum með því að fara í upplýsingakerfið og velja Stilling – Prentkvóti. Ef prentkvótinn klárast geta nemendur keypt viðbótarkvóta á skrifstofunni á 20 kr. fyrir hverja blaðsíðu.

Á www.www.verslo.is velur þú ÞJÓNUSTA  og því næst TÖLVUÞJÓNUSTA – ÞRÁÐLAUS PRENTUN. Þegar þú hefur skráð þig inn velur þú WEB PRINT og smellir á SUBMIT A JOB. Í næsta skrefi velur þú prentara, en hægt er að velja á milli 7 prentara. Næst þarftu að tilgreina fjölda eintaka sem á að prenta. Veldu UPLOAD FROM COMPUTER til að sækja skjalið sem á að prenta. Einnig er hægt að draga skjöl inn á svæðið „Drag files here“.  Athugið að hægt er að prenta út pdf skrár og helstu gerðir Office skráa t.d. Word, Excel og Powerpoint. Veldu UPLOAD AND COMPLETE til að staðfesta prentun. Í skjámyndinni sem birtist sést hvort prentun hefur heppnast.

Þegar þú tengist netinu í tölvustofum finnur tölvan í hvaða stofu þú ert og tengir þig við prentarann í þeirri stofu. Þú getur einnig valið „Start“ – „Printers and faxes“ – „Add a printer“ – „Next“ – Velja: „A network printer …“ – „Next“ – „Find a printer in the directory“ – „Next“ – „Find now“ – Tvísmella á prentara sem á að velja – „Next“ – „Finish“

Orðabækur

Hægt er að nálgast ýmsar orðabækur á  snara.is innan skólans.

Skönnun

Á bókasafninu.

Hugbúnaður

Á öllum tölvum er Windows 10 professional stýrikerfið og Office Professional 2019  hugbúnaðarpakkinn.  Einnig eru Acrobat reader, Media Player o.fl. forrit á öllum tölvum. Þá eru nauðsynleg forrit sem eru notuð við kennslu í tölvustofum og þar sem þörf krefur.